Seminör í desember 2012

Efnt verður til tveggja seminara í desember. Hið fyrra verður haldið mánudaginn 10. desember kl. 15:30-17:00. Þá mun guðfræðihópurinn standa fyrir seminari í Menningarsmiðjunni á 3. hæð í Aðalbyggingu (innst á norður gangi). Þá mun sr. Dalla Þórðardóttir fjalla um innihald Leuenberger-samþykktarinnar.

Fimmtudaginn 13. desember kl. 15:30 mun hópurinn um „pólitík, stofnun og eignir“ standa fyrir seminari í stofu 301 í Nýja Garði. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir prófessor mun leiða semínarið undir fyrirsögninni ‘Lokun klaustranna og lífsgæði almennings eftir siðaskipti’.