Þverfaglegt rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á kirkju, samfélag og menningu í 500 ár

Árið 2017 verður þess minnst að 500 ár verða liðin frá upphafi lúthersku siðaskiptanna en þau hafa sett mark sitt ekki aðeins á trúar- og kirkjulíf í Evrópu og víðar um heim heldur jafnframt menningu, samfélag og jafnvel stjórnmál.

Í tilefni af þessum tímamótum hefur Guðfræðistofnun HÍ stofnað til þverfaglegs rannsóknarverkefnis um áhrif siðaskiptanna á kirkju, samfélag og menningu í 500 ár. Felur það í sér rannsóknir á vettvangi guðfræði, sagnfræði, félagsfræði og fleiri sviðum hug- og félagsvísinda, sem og þverfræðilegar rannsóknir af ýmsum toga. Markmiðið með verkefninu er að koma á víðtæku samstarfi þeirra sem áhuga hafa á slíkum rannsóknum, gangast fyrir málþingum, málstofum og semínörum, sem og stuðla að útgáfu.

Nú tengjast alls 38 einstaklingar verkefninu.