Málstofur á vegum 2017.is á vormisseri 2016

14. janúar kl 15:30-17:00 í stofu 229 (áður V stofu) í aðalbyggingu HÍ

Helgi Skúli Kjartanssson prófessor: Guðspjallamenn Jóns biskups Arasonar
Helgi Skúli mun m.a. fjalla um spurningarnar: Hvað gekk kaþólskum uppreisnarbiskupi til að gefa út guðsorðarit á móðurmáli? Vildi hann leiðrétta lútherskar villur Odds Gottskálkssonar? Eða þjóna markaði í biskupsdæmi Gissurar Einarssonar? Eða eitthvað þar á milli?

 

28. janúar kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Dr. Lára Magnúsadóttir:  Guðs lög og þeir hlutir sem má umbreyta…
Árið 1277 gerðu Noregskonungur og Rómakirkja með sér sættargerð sem varð til í samhengi við nýja löggjöf bæði á Íslandi og í Noregi. Konungur átti veraldleg mál en kirkjan réði málasviði sem kallað var andlegir hlutir en þeim skipti stofnunin í tvö svið: ytra svið og innra svið.

Við siðaskiptin var rauf konungur sættargerðina við Rómakirkjuna. Í stað þess var gerður samningur við Lúther um nýja skipan kirkju og kristni. Það var Kirkju­ordinansían sem kom til Íslands 1541. — Í fyrirlestrinum verður texti að inngangi Ordinansíunnar skoðaður í samhengi við miðaldalögin og stjórnskipunarlög einveldisins frá 1655 með tilliti til dómsvalds og meðferðar brotamála.

 

11. febrúar kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Dr. Gunnar Kristjánsson: Myndskilningur siðbótarmanna og áhrif þeirra í ljósi sögunnar.

 

25. febrúar kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Kristín Bjarnadóttir prófessor: Arithmetica — Það er reiknilist.
Philipp Melanchton, samverkamaður Lúthers, taldi stærðfræðinám siðbætandi. Sigismund Suevus, nemandi Melanchtons við Háskólann í Wittenberg, samdi Arithmetica Historica – die löbliche Rechenkunst, útg. 1593, með reikningsdæmum um efni Biblíunnar. Áhrifa hennar gætir í íslensku handriti, Arithmetica – það er reikningslist,  frá öndverðri 18. öld.

10. mars kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Ævar Kjartansson: Magnús Eiríksson, Lúther og frelsishugmyndir Þingeyinga

 

7. apríl kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

María Ágústsdóttir: Dætur siðbótar. Íslensk kristni á 21. Öld

 

19. maí kl. 15:30–17:00 í stofu A207 í aðalbyggingu:

Guðrún Harðardóttir: Innanbúnaður kirkna í kjölfar siðbreytingar

 

26.maí kl. 15:30–17:00. Staður auglýstur síðar:

Dalla Þórðardóttir: Siðbótin og mótmælendur í Frakklandi