Hvenær urðum við lúthersk?

Málþing á vegum þverfræðilegs rannsóknarverkefnis um áhrif
siðaskiptanna á trú, menningu og samfélag (2017.is)

Tími: Fimmtudagurinn 28. maí kl. 13:30–16:00

Staður: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands.

Fyrirlesarar:   

  • Hjalti Hugason: Hvenær urðum við lúthersk?
  • Ásdís Egilsdóttir: Kraftaverkið sem hvarf. Um viðhorf til jarteina fyrir og eftir siðaskipti.
  • Skúli S. Ólafsson: Að girnast heilagt sakramenti. Hugmyndir fólks á árnýöld um sakramentið sem vettvang huggunar, fyrirgefningar og sáluhjálpar.
  • Svanhildur Óskarsdóttir: Jesúbarnið og móðir þess — sígrænar sögur?

Stjórnandi: Ævar Kjartansson