Áhrif Lúthers. Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár

Guðmundur Hálfdanarson, forseti Hugvísindasviðs, Margrét Eggertsdóttir ritstjóri, Hjalti Hugason ritstjóri og Arnfríður Guðmundsdóttir, forseti Guðfræði- og heimspekideildar.

Rannsóknarverkefnið 2017.is og Hið íslenska bókmenntafélag hafa gefið út greinasafnið Áhrif Lúthers. Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár, í tilefni þess að 500 ár eru liðin síðan Marteinn Lúther hratt af stað víðtækri þróun á sviði trúar, kirkju, samfélags og menningar í norðanverðri Evrópu með því að birta mótmælagreinarnar 95.

Tuttugu fræðimenn á sviði guðfræði, sagnfræði, bókmenntafræði og málvísinda rita greinar í bókina sem varpa nýju ljósi á ýmsa fleti lútherskrar menningar á Íslandi í sögu og samtíð. Áhrif Lúthers hér á landi hafa löngum verið umdeild en allir eru sammála um að siðbreytingin marki tímamót í sögu Íslands. Í bókinni er fjallað um þessi áhrif Lúthers og hvernig þau birtast, beint og óbeint, á fjölmörgum sviðum samfélags og menningar, sum býsna síðbúin. Höfundar fjalla meðal annars um samfélagslegar breytingar, uppfræðslu og kennsluaðferðir, bókaútgáfu, sálmakveðskap, myndlist, gagnrýni á kirkjuna, kvennabaráttu og kynferðislegan margbreytileika.

Ritgerðirnar tuttugu eiga rætur að rekja til þverfræðilegs rannsóknarverkefnis um áhrif siðbótar og siðaskipta á íslenska kristni, samfélag og menningu er Guðfræðistofnun Háskóla Íslands hleypti af stokkunum af þessu tilefni.

Ritstjórar bókarinnar eru Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir.

Sjá einnig á hi.is.

Útgáfuhátíð á vegum 2017.is

Þann 31. október verða 500 ár liðin frá því að Marteinn Lúther hratt af stað víðtækri þróun á sviði trúar, kirkju, samfélags og menningar í norðanverðri Evrópu með því að birta mótmælagreinarnar 95. Í tilefni af þessum tímamótum stendur rannsóknarverkefnið 2017.is fyrir útgáfu á greinasafni eftir íslenskt háskólafólk. Þess er að vænta að greinarnar varpi nýju ljósi á ýmsa fleti lútherskrar menningar á Íslandi í sögu og samtíð. Greinarnar eru ritrýndar og þeim fylgja ítarlegar heimildaskrár.

Heiti greinasafnsins: Áhrif Lúthers. Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár.

Ritstjórar: Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir.

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.

Staður: Fundarsalur í Veröld – Húsi Vigdísar

Tími: þriðjudagurinn 31. október n.k., kl. 16-18.

Dagskrá útgáfuhátíðar:

 • Guðmundur Hálfdanarson, prófessor og sviðsforseti Hugvísindasvðis, fjallar um áhrif Lúthers á íslenskt samfélag í ljósi greinasafnsins.
 • Tónlistaratriði.
 • Veitingar að dagskrá lokinni.

Útgáfuhátíðin er öllum opin. Verið velkomin!

Málþing á vegum 2017.is: Uppskriftir og uppþot

2017.is, þverfræðilegt rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á trú, menningu og samfélag auglýsir:

Uppskriftir og uppþot. Málþing um kristni og kynlægar hugmyndir.

Tími: föstudaginn 24. mars n.k., kl. 13:30–16:00.
Staður: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands.

Fyrirlesarar:

 • Hjalti Hugason: Siðbótin — uppskriftir og uppþot.
 • Þórunn Sigurðardóttir: „Holds sælgætið blíða“. Siðgæði í 17. aldar tækifæris- og siðatextum.
 • Erla Hulda Halldórsdóttir: “Andvarp syrgjandi ekkju”. Dauðinn, sorgin og trúin í bréfum Sigríðar Pálsdóttur.
 • Arnfríður Guðmundsdóttir: Pólitískt uppþot í nafni kristinnar trúar. Séra Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur og réttindabarátta kvenna um 1900.
 • Kristín Ástgeirsdóttir: „Í vorsins nafni stefnu og störf skal hefja: að styrkja, vernda, – þerra tár af kinn“. Kristileg orðræða í baráttuljóðum íslensku kvenréttindahreyfingarinnar.
 • Sólveig Anna Bóasdóttir: Kynlíf, kristni og mannréttindi. Afstaða Amnesty International til vændis.

Stjórnandi: Auður Styrkársdóttir.

Málþingið er öllum opið.

Málstofa 2017.is: Siðaskiptaáratugirnir 1551–1571

Opin málstofa á vegum 2017.is — Þverfræðilegs rannsóknarverkefnis um áhrif siðaskiptanna í sögu og samtíð.

Hjalti Hugason prófessor í kirkjusögu kynnir rannsóknir sínar á framgangi siðaskiptanna — einkum á Norðurlandi — á tímabili sem afmarkast af aftöku Jóns Arasonar og vígslu Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups.

Tími: Miðvikudagur 5. október n.k. kl. 15:30

Staður: Stofa 229  í aðalbyggingu HÍ.

Málstofur á vegum 2017.is á vormisseri 2016

14. janúar kl 15:30-17:00 í stofu 229 (áður V stofu) í aðalbyggingu HÍ

Helgi Skúli Kjartanssson prófessor: Guðspjallamenn Jóns biskups Arasonar
Helgi Skúli mun m.a. fjalla um spurningarnar: Hvað gekk kaþólskum uppreisnarbiskupi til að gefa út guðsorðarit á móðurmáli? Vildi hann leiðrétta lútherskar villur Odds Gottskálkssonar? Eða þjóna markaði í biskupsdæmi Gissurar Einarssonar? Eða eitthvað þar á milli?

 

28. janúar kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Dr. Lára Magnúsadóttir:  Guðs lög og þeir hlutir sem má umbreyta…
Árið 1277 gerðu Noregskonungur og Rómakirkja með sér sættargerð sem varð til í samhengi við nýja löggjöf bæði á Íslandi og í Noregi. Konungur átti veraldleg mál en kirkjan réði málasviði sem kallað var andlegir hlutir en þeim skipti stofnunin í tvö svið: ytra svið og innra svið.

Við siðaskiptin var rauf konungur sættargerðina við Rómakirkjuna. Í stað þess var gerður samningur við Lúther um nýja skipan kirkju og kristni. Það var Kirkju­ordinansían sem kom til Íslands 1541. — Í fyrirlestrinum verður texti að inngangi Ordinansíunnar skoðaður í samhengi við miðaldalögin og stjórnskipunarlög einveldisins frá 1655 með tilliti til dómsvalds og meðferðar brotamála.

 

11. febrúar kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Dr. Gunnar Kristjánsson: Myndskilningur siðbótarmanna og áhrif þeirra í ljósi sögunnar.

 

25. febrúar kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Kristín Bjarnadóttir prófessor: Arithmetica — Það er reiknilist.
Philipp Melanchton, samverkamaður Lúthers, taldi stærðfræðinám siðbætandi. Sigismund Suevus, nemandi Melanchtons við Háskólann í Wittenberg, samdi Arithmetica Historica – die löbliche Rechenkunst, útg. 1593, með reikningsdæmum um efni Biblíunnar. Áhrifa hennar gætir í íslensku handriti, Arithmetica – það er reikningslist,  frá öndverðri 18. öld.

10. mars kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

Ævar Kjartansson: Magnús Eiríksson, Lúther og frelsishugmyndir Þingeyinga

 

7. apríl kl. 15:30–17:00 í stofu A229 í aðalbyggingu.

María Ágústsdóttir: Dætur siðbótar. Íslensk kristni á 21. Öld

 

19. maí kl. 15:30–17:00 í stofu A207 í aðalbyggingu:

Guðrún Harðardóttir: Innanbúnaður kirkna í kjölfar siðbreytingar

 

26.maí kl. 15:30–17:00. Staður auglýstur síðar:

Dalla Þórðardóttir: Siðbótin og mótmælendur í Frakklandi

 

Hvenær urðum við lúthersk?

Málþing á vegum þverfræðilegs rannsóknarverkefnis um áhrif
siðaskiptanna á trú, menningu og samfélag (2017.is)

Tími: Fimmtudagurinn 28. maí kl. 13:30–16:00

Staður: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands.

Fyrirlesarar:   

 • Hjalti Hugason: Hvenær urðum við lúthersk?
 • Ásdís Egilsdóttir: Kraftaverkið sem hvarf. Um viðhorf til jarteina fyrir og eftir siðaskipti.
 • Skúli S. Ólafsson: Að girnast heilagt sakramenti. Hugmyndir fólks á árnýöld um sakramentið sem vettvang huggunar, fyrirgefningar og sáluhjálpar.
 • Svanhildur Óskarsdóttir: Jesúbarnið og móðir þess — sígrænar sögur?

Stjórnandi: Ævar Kjartansson

Þrír þankar um Lúther

Þrír þankar um Lúther 

Upptökur frá 7. maí 2014 á vegum 2017.is þar sem
Dr. Gunnar Kristjánsson hélt fyrirlestur  í Háskóla Íslandsí tengslum við útgáfu á bók sinni:
Marteinn Lúther – Svipmyndir úr siðbótarsögu